Að endurstilla lykilorð á leitir.is

Þetta er litur og umhverfi fyrir leitir.is - amt.leitir.is er rauðleitara og má sjá neðar í fréttinn…
Þetta er litur og umhverfi fyrir leitir.is - amt.leitir.is er rauðleitara og má sjá neðar í fréttinni.

Kæru safngestir! Eitthvað hefur borið á því að fólk lendi í vandræðum þegar það reynir að fylgja verklagi sem kynnt var með tölvupósti úr nýja bókasafnskerfinu Alma. Til að koma til móts við þessi vandræði og leiðbeina hefur Landskerfi útbúið myndband sem kallast „Að endurstilla lykilorð á leitir.is.“

Aðalmyndin hér vísar til síðunnar leitir.is en þegar öll lykilorð og aðgangur eru komin á hreint, þá skorum við á notendur okkar, safngesti Amtsbókasafnsins á Akureyri, að nota amt.leitir.is en þá er allur fókus á Amtsbókasafnið, gögn þess og ykkar tengsl við það.

Enn sem fyrr þá þökkum við fyrir þolinmæði ykkar og velvilja en ýmis atriði eiga eftir að slípast í þessu nýja kerfi. Á endanum verður þetta allt saman orðið miklu betra og skemmtilegra en áður. Ef einhverjar spurningar vakna, þá reynum við okkar besta að svara þeim.

- Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri

amt.leitir.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan