16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Undanfarin ár hafa ýmis félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir á Akureyri í samstarfi við Jafnréttisstofu og Akureyrarbæ undirbúið og séð um framkvæmd 16 daga átaksins á Akureyri. 16 daga átakið er alþjóðlegt og felst í að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Upphafsdagur átaksins 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum. Lokadagur átaksins 10. desember er alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Dagsetningarnar tengja saman á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi.

 
Laugardaginn 9. desember fara fram tveir viðburðir á Amtsbókasafninu í tengslum við átakið.
 

Kl. 11-12 Hinsegin Norðurland - Heimilisofbeldi og hinsegin fólk

Kl. 12-16 Bréf til bjargar lífi - Bréfamaraþon Amnesty International

 
Verið velkomin!
 
 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Ath. röng tímasetning er á viðburði í tengslum við bréfamaraþon Amnesty á veggspjaldi. Rétt tímasetning er kl. 12-16.
 
Amtsbókasafnið er á Facebook og Instagram.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan