30.jún

Umhverfisvæn listasmiðja fyrir 8-12 ára

Umhverfisvæn listasmiðja fyrir 8-12 ára

Þriðjudaginn 30. júní kl 16:30-18:00 verður boðið upp á ókeypis umhverfisvæna listasmiðju fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Búið verður til matarhús fyrir fugla sem lítur út eins og ugla. Allt er unnið úr endurunnu hráefni og fá þátttakendur smá fuglamat með sér til að geta strax byrjað að leyfa fuglunum að nóta góðs af. Hámark 20 komast að og skráning fer fram með því að senda póst á ugla.listasmidja@gmail.com þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:
1. Nafn barns
2. Fæðingarár barns
3. Nafn aðstandanda sem hægt er að ná í á meðan á listasmiðjunni stendur
4. Símanúmer aðstandanda

Listasmiðjan fer fram á Orðakaffi á Amtsbókasafninu og hvetjum við foreldra til að fá sér kaffibolla og kökusneið á meðan börnin eru í smiðjunni. Kaffihúsið verður opið hálftíma lengur en venjulega í tilefni af smiðjunni, eða til 17:30.
Æskilegt er að koma í viðeigandi fötum, unnið verður með málningu í listasmiðjunni og gæti hún farið í föt.

Unnið er út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, og þá sérstaklega markið 4 (menntun fyrir alla), 12 (ábyrg neysla og framleiðsla), 13 aðgerðir í loftslagsmálum) og 15 (líf á landi).

Að smiðjunni standa nemar í Háskólanum á Hólum.