22.nóv

Tvöföld sögustund

Tvöföld sögustund
Fimmtudaginn 22. nóvember kl. 16:30 verður tvöföld sögustund á Amtsbókasafninu.
 
Við byrjum á því að lesa bókina Búkollu, eftir Ævar Þór Benediktsson. Að bókalestri loknum verður boðið upp á liti og litablöð.
 
Rúsínan í pylsuendanum er sú að Ævar Þór Benediktsson sjálfur ætlar að koma kl. 17:00 og lesa upp úr nýútkominni bók sinni Þitt eigið tímaferðalag. Bókin er sú fimmta í ''Þín eigin'' röðinni en þar ræður lesandinn ferðinni sjálfur. Ævar verður með upplesturinn á Orðakaffi og hentar hann sérstaklega börnum á aldrinum 7 ára og eldri.
 
 
Litum, föndrum og höfum gaman saman!