maí

Sýning á varðveislueintökum úr skylduskilum

Sýning á varðveislueintökum úr skylduskilum
  • Hvernig leit sjónvarspdagskráin út árið 1995?
  • Símaskrá, hvað er það?
  • Og tískan í Hagkaups-bæklingnum!

Amtsbókasafnið á Akureyri er svokallað skylduskilasafn, sem þýðir að varðveita skuli eitt eintak af öllu prentuðu efni hér á Íslandi. 

Frá og með mánudeginum 6. maí og út mánuðinn mun standa yfir sýning á varðveislueintökum úr skylduskilum. Þar kennir ýmissa grasa!

Efni í skylduskilum:
Bækur, barnabækur, kennslubækur, hljóðbækur, tímarit, árbækur, ársskýrslur, fréttabréf, sjónvarpsdagskrár, glanstímarit, dagblöð, héraðsblöð, kosningablöð, skólablöð, myndablöð og hverfablöð, skýrslur, landakort, veggspjöld og smáprent, t.d. bæklingar, auglýsingar, verðlistar, leikskrár, sýningarskrár, tónleikaskrár, póstkort, jólakort og spil.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Nánari upplýsingar um skylduskil:

  • Skylduskilin eru ekki lánuð út.
  • Viðskiptavinir geta þó fengið afnot af skylduskilum, gegn framvísun bókasafnsskírteinis.
  • Safninu berast á ári hverju mikið magn af skylduskilum. Á bilinu 70-100 kassar á ári. Þessi skylduskil dreifast um geymslur safnsins og fer töluverður hluti þeirra í geymslu í kjallara safnsins.