14.nóv

Spilaklúbbur fyrir börn 9-13 ára

Spilaklúbbur fyrir börn 9-13 ára

Þekkir þú barn sem hefur gaman af að spila? 

Í haust fer Amtsbókasafnið aftur að stað með spilaklúbb fyrir börn á aldrinum 9-13 ára. Klúbburinn mun hittast á kaffihúsi safnsins, Orðakaffi, annan hvern miðvikudag kl. 17:00-18:30. Fyrsti spilafundur verður haldinn þann 19. september. Hrönn Björgvinsdóttir, bókavörður, mun leiða hópinn. Lengd hvers spilafundar fer svolítið eftir spili hverju sinni. 

Allir krakkar á aldrinum 9-13 ára eru hjartanlega velkomnir! Ekkert þátttökugjald. 

Engin þörf er á að skrá sig fyrirfram, nóg er að mæta á staðinn.

Foreldrar og forráðamenn geta fylgst með starfi spilaklúbbsins í hóp á Facebook. Nánari upplýsingar veitir Hrönn á netfanginu: hronnb@akureyri.is

Spilaklúbburinn mun hittast á eftirfarandi dögum í haust: 

  • 19. sept.
  • 3. okt.
  • 17. okt. 
  • 31. okt. 
  • 14. nóv.
  • 28. nóv. 

Sjáumst hress!