1.mar

Spilaklúbbur 9-13 ára

Spilaklúbbur 9-13 ára

Spilaklúbbur Amtsbókasafnsins er fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára og hittist á Orðakaffi annan hvern mánudag yfir vetrartímann. Klúbburinn er frá kl. 17-18 en getur þó verið búinn aðeins fyrr eða seinna, allt eftir því hvaða spil er verið að spila.

Engin þörf er á að skrá sig fyrirfram, nóg er að mæta á staðinn.

Hrönn Björgvinsdóttir ungmennabókavörður heldur utan um hópinn en foreldrar og forráðamenn geta fylgst með starfi klúbbsins í Facebook-hópnum Spilaklúbbur Amtsbókasafnsins.