20.maí

Spilahittingur fyrir fullorðna

Spilahittingur fyrir fullorðna

Á nýju ári fer Amtsbókasafnið af stað með spila„hittinga“ fyrir fullorðna. Haldnir verða spilafundir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Fyrsti hittingur fer fram mánudaginn 21. janúar kl. 16:30-18:30. Spiluð verða hin ýmsu borðspil í eigu safnsins undir leiðsögn Hrannar Björgvinsdóttur (hronnb@akureyri.is), fólk er þó einnig hvatt til þess að mæta með sín eigin. Allir hjartanlega velkomnir!