24.jún

Sögustund í Minjasafnsgarðinum

Sögustund í Minjasafnsgarðinum

Amtsbókasafnið mun teygja út anga sína yfir í innbæinn sunnudaginn 24. júní kl. 9:00 í tilefni Jónsmessuhátíðar og Listasumars.

Þá mun Hrönn Björgvinsdóttir héðan frá Amtsbókasafninu lesa sögur og einnig verða í boði bækur til að lesa saman. Við hvetjum fólk til að mæta með nesti og njóta saman. Notaleg samverustund fyrir fjölskylduna í Minjasafnsgarðinum.

Það er skemmtileg helgi framundan! Ertu búin/n að kynna þér alla dagskrána? Sjá hér: https://goo.gl/UW8js4