20.okt

Sögustund - Lífsspeki Bangsímons: Veður / Beint í mark!

Sögustund - Lífsspeki Bangsímons: Veður / Beint í mark!

Október er bangsamánuður og við lesum bangsasögur! 

Auglýsing fyrir sögustund þar sem bækurnar Lífsspeki Bangsímons: Veður og Beint í mark! verða lesnar

Fyrst lesum við bókina Lífsspeki Bangsímons: Veður. Rigning, sólskin, þrumur og snjór - veðrið er alltaf að breytast. Kynnumst alls kyns veðri með Bangsímon og vinum hans.

Höfundur: A.A. Milne.

Síðan lesum við bókina Beint í mark! Búi var með algjöra fótboltadellu. Hann var nýfluttur í hverfið og langaði mikið að komast í hverfisliðið. Búi fékk tækifæri að sýna sig þegar Robbi var borinn meiddur út af vellinum. Hvað gerir Búi?

Höfundur: Colin McNaughton.

Lesum, litum, föndrum bangsaföndur og höfum gaman saman!

Kveðja, Eydís Stefanía barnabókavörður

English:
First we will read the book Learn about weather with Pooh and his friends. Rain, sunshine, thunder and snow - the weather is always changing. We're introduced to all kinds of weather with Pooh and his friends.

Author: A.A. Milne.

Then we'll read the book Football crazy! Búi was a soccer fan. He had recently moved to the neighbourhood and wanted to get into the local team. Búi got a chance to prove himself when Robbi was carried of the football field. What will Búi do?

Author: Colin McNaughton

Let's read, colour, handicraft some bear-related things and have a great time together!

Greetings, Eydís Stefanía - Children's librarian