17.jan

Sögustund

Sögustund

Sögustundir eru á hverjum fimmtudegi frá því um miðjan janúar og fram í maí. Hefjast svo aftur í september og eru fram í nóvember.

Í sögustundum eru lesnar 1-2 bækur og svo er boðið upp á létt föndur, leiki eða verkefni. Einnig eru litablöð og litir í boði.

Bangsasögustundir

Þann 27. október er Alþjóðlegi bangsadagurinn og af því tilefni eru lesnar bangsasögur í október. Einnig er leikskólabörnum boðið að koma á bókasafnið með kennurum sínum og hlusta á bangsa segja bangsasögu. Í janúar fer svo bangsi í leikskóla bæjarins og heilsar uppá börnin.

Öll börn eru hjartanlega velkomin á Amtsbókasafnið! 

 

Amtsbókasafnið á Facebook og Instagram