31.júl

Potterdagurinn mikli

Potterdagurinn mikli

Hinn árlegi Potterdagur verður haldinn hátíðlegur á Amtsbókasafninu þann 31. júlí.

Í ár verður Harry 39 ára gamall og í tilefni þess verður heilmikið fjör!

Töfrasprotaverkstæði, Quidditch-völlur og Fjölbragðabaunir Berta Bott er meðal þess sem verður í boði fyrir forvitna mugga sem vilja skyggnast inn í galdraheiminn.

Nánari upplýsingar síðar!