29.okt

Morðgáta fyrir 16-18 ára og "special effects" förðunarnámskeið

Morðgáta fyrir 16-18 ára og

Í tilefni barnamenningarhátíðar á Akureyri verða Amtsbókasafnið og Ungmennahúsið í Rósenborg með diskó morðgátukvöld - Murder Mystery fyrir 16-18 ára.

Viðburðurinn fer fram fimmtudagskvöldið 29. október kl. 20-22 en um er að ræða lokakvöld námskeiðs í "special effects" förðun. 

Í smiðjunni verða teknar fyrir mismunandi gerðir af gerviförðun og hvernig hægt er að nota ólíkan efnivið til að búa til allskonar fylgihluti. Einnig munu þátttakendur búa til eigin karakter fyrir morðgátuna og förðun fyrir karakterinn. Síðasta dag smiðjunnar breyta allir sér í sinn karakter og fara saman á Amtsbókasafnið til að taka þátt í morðgátunni. 

Smiðjan er ætluð ungmennum á aldrinum 16-18 ára og er aðeins um 10-12 pláss að ræða. Skráning fer fram í gegnum Ungmennahúsið og verður kynnt síðar.

ATH. Morðgátan er einungis fyrir þátttakendur í smiðjunni.

Hér má sjá viðburðinn á Facebook.