15.apr

List getur list

List getur list

Hefur þig einhvern tímann langað að skyggnast á bak við tjöldin í vinnuferli listamanna?
Leikur þér forvitni að vita hvaðan hugmyndir þeirra koma og hvernig þær þróast?
Langar þig að sjá bæði innblásturinn og verkið sjálft?

Verkefnið -List getur List- gengur út á það að 5 listamenn úr ólíkum áttum mætast og deila list sem þeir hafa skapað í gegnum tíðina og segja frá því hvernig og hvaðan þeir fengu innblástur fyrir verkin. Þetta gerist í formi 5 fyrirlestra í mars og apríl, sem eru öllum opnir án endurgjalds.

------------

Hver fyrirlestur er með ólíku sniði, þar sem allt listafólkið nálgast list á ólíkan hátt. Viðburðirnir fjalla því um ritlist, hljómlist, hreyfilist og tvívíða og þrívíða myndlist.

Eftir fyrirlestrana fer listafólkið heim og vinnur í nýjum verkum sem innblásin eru af einhverju í fyrirlestrunum.

Á Akureyrarvöku verður svo afrakstur fyrirlestranna sýndur, en þá verður sýning þeirra verka sem hafa orðið til á tímabilinu. Það er svo forvitnilegt fyrir þá gesti sem sáu fyrirlestrana að reyna að tengja saman verkin og hvaðan innblásturinn kom.

-----------

Fyrirlestrarnir verða fluttir í sal Amtsbóksafnsins

þriðjudaginn 7. mars kl 17:00 – Ritlist, tvívíð og þrívíð myndlist (Sesselía Ólafs, Ragnar Bollason og Soffía Margrét Hafþórsdóttir)

laugardaginn 15. apríl kl 14:00 – Hljóðlist og hreyfilist (Svavar Knútur og Anna Richards)

Uppbyggingarsjóður SSNE styrkir verkefnið.