22.jan

Opinn leshringur

Opinn leshringur

Okkur langar til að vekja athygli á leshring Amtsbókasafnsins sem hittist hér á safninu einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Allir eru velkomnir í hringinn og nú í janúar er einmitt gott að byrja. Hringurinn mun hittast fyrst á þessu ári þriðjudaginn 22. janúar kl. 17:30 á Orðakaffi/Amtsbókasafni. Bókin Ljósmóðirin verður tekin fyrir ásamt hinum ýmsu jólabókum.

Hópurinn er á Facebook og við mælum með að áhugasamir fylgist með þar. 

Ef þú hefur áhuga á að kynnast nýjum bókum, ræða bækur við annað fólk, kafa örlítið í uppbyggingu bóka og skoða persónur, þá endilega hafðu samband við Þuríði bókavörð: thuridurs@akureyri.is

 Amtsbókasafnið er á Facebook og Instagram