Upplýsingar um viðburð
JÓLASÖGUSTUND fimmtudaginn 7. desember kl. 16:30
Lesum bókina Bóbó bangsi og jólin. Þegar óskalistahraðsendillinn stansar fyrir utan heimili Bóbó bangsa um miðja nótt til að sækja síðustu óskalistana, stekkur Bóbó bangsi á sleðann án þess að hika og endar heima hjá jólasveininum. Þar er svo sannarlega margt að sjá! En hvernig kemst Bóbó bangsi aftur heim til sín?
JÓLASVEINAR KOMA Í HEIMSÓKN TIL OKKAR!
Endilega komið með jólasveinahúfu!
Boðið verður upp á kókómjólk og piparkökur. Jólasveinarnir eru líka pottþétt með eitthvað gott í pokanum sínum!
Lesum jólasögu, syngjum jólalög, föndrum jólaföndur og litum jólamyndir!
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja, Eydís Stefanía barnabókavörður og starfsfólk Amtsins
English:
CHRISTMAS-STORYTIME Thursday 7th of December, 4:30 pm
We'll read the book Bobo the bear and Christmas (Bóbó bangsi og jólin). When the wishlist-expressdeliveryguy stops in front of Bobo the bear's house in the middle of the night to get the final wishlists, Bobo the bear jumps on the sleigh without hesitating and ends up at Santa Claus's house. You can certainly see a lot there! But how will Bobo the bear get back home?
SANTA CLAUSES WILL COME AND VISIT US!
Please wear a Christmas/Santa Claus cap!
We'll offer chocolate milk and ginger cookies. The Santa clauses will definitely have something good in their big bag!
Let's read a Christmas story, sing Christmas songs, do Christmas handicraft and colour Christmas pictures!
We look forward to seeing you all!
Regards, Eydís children's librarian and the library's staff