6.des

Jólasögustund

Jólasögustund

JÓLASÖGUSTUND 
6. DESEMBER KL. 16:30.

Fríða mun lesa bókina Jóladýrin eftir Gerði Kristnýju – Brian Pilkington myndskreytti. Viðar langar í kanínu, grís eða ísbjörn í jólagjöf en það má ekki hafa dýr í blokkinni hans. Þess vegna verður hann að láta sér nægja að ímynda sér dýrin – og það getur hann líka vel. 

Fríða ætlar að mæta með jólasveinahúfu – en þú? Svo kemur JÓLASVEINN í heimsókn til okkar! :) 

Lesum jólasögu, syngjum jólalög, föndrum eitthvað skemmtilegt jólaföndur og litum jólamyndir. 

Hlökkum til að sjá ykkur, 

Fríða Björk barnabókavörður og starfsfólk Amtsins