7.okt

Hlustum og njótum | Upplestur á valdri örsögu

Hlustum og njótum | Upplestur á valdri örsögu

Miðvikudaginn 7. október kl. 17:00 mun Þórður Sævar Jónsson ljóðskáld, þýðandi og bókavörður á Amtsbókasafninu lesa upphátt valda örsögu á kaffihúsinu Orðakaffi.

Psst.. kaffihúsið lokar kl. 17:00 og því mælum við með að fólk mæti snemma ef til stendur að panta sér kaffi og kruðerí til þess að gæða sér á.

Upplesturinn tekur u.þ.b. 10 mín. og allir eru hjartanlega velkomnir til þessarar gæðastundar.