jún-júl

Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar árið 1925

Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar árið 1925

Föstudaginn 4. júní 2021 kl. 16:00 verður opnuð ljósmyndasýningin Óvænt heimsókn. Grænlendingar á Ísafirði árið 1925 í sýningarrými Amtsbókasafns og Hérðasskalasafns. Sýningin fjallar um heimsókn hóps fólks frá Ammassalik á austurströnd Grænlands til Ísafjarðar árið 1925. Þá komu um 90 manns til bæjarins með skipi á leið sinni til Scoresbysunds þar sem dönsk stjórnvöld höfðu ákveðið að koma á fót nýrri byggð. Sýningin mun standa út júlí. 

Í tilefni opnunar mun Sumarliði R. Ísleifsson, doktor í sagnfræði og lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands flytja erindi um heimsóknina.

Boðið verður upp á kaffi og konfekt. Verið hjartanlega velkomin!

Mynd: Ljósmyndasafn Ísafjarðar