okt

Haustfrí á Amtsbókasafninu

Haustfrí á Amtsbókasafninu

Öll börn eru hjartanlega velkomin á Amtsbókasafnið í haustfríum grunnskólanna. Ýmislegt verður í boði: 

 
SÖGUSTUND
Fimmtudaginn 22. október kl. 16:30 verður sögustund í barnadeild. Fríða barnabókavörður mun lesa barnabækur sem höfða til yngstu kynslóðarinnar og í framhaldinu verður boðið upp á föndur. Athugið! Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að halda sig til hlés vegna sóttvarnarreglna og virða 2 metra fjarlægðarmörk.
 
BINGÓ!
Föstudaginn 23. október kl. 14:00 verður boðið upp á Bingó á Amtsbókasafninu. Þátttaka er ókeypis og eru öll börn velkomin. Athugið! Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að halda sig til hlés vegna sóttvarnarreglna og virða 2 metra fjarlægðarmörk.
 
TEIKNUM SAMAN
Það er alltaf í boði að teikna í barnabókadeildinni. Búið verður að prenta úr myndir sem hægt er að lita, en svo er einnig hægt að teikna frjálst. Látum hugan reika og teiknum saman.
 
FULLT AF SKEMMTILEGUM BÓKUM
Á Amtsbókasafninu er til ógrynni af bókum fyrir börn og fullorðna. Það getur verið notalegt að setjast niður með góða bók og ferðast inn í heim bókanna.
 
SPILUM SAMAN
Fullt af spilum eru til útláns á bókasafninu. Bæði er hægt að fá þau lánuð heim eða spila þau á staðnum. 
 
HÖLDUM KÓSÝ BÍÓKVÖLD
Vissir þú að ókeypis er að fá mynddiska að láni á Amtsbókasafninu! Á safninu er mikill fjöldi mynda: nýjar og gamlar, og á mörgum tungumálum.