maí

FRESTAÐ / Handavinnuhittingar á Amtinu

FRESTAÐ / Handavinnuhittingar á Amtinu

Athugið! Öllum viðburðum í safninu hefur verið frestað. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. 

 

Langar þig til að prjóna, hekla, sauma og spjalla í góðum félgsskap?

Í vor mun Amtsbókasafnið halda áfram með handavinnuklúbb, sem öllum er velkomið að taka þátt í, hvort sem um ræðir eitt skipti eða öll.

Hópurinn hittist á kaffihúsi safnsins, Orðakaffi, annan hvern miðvikudag kl. 16:30-18:30. Svala Hrönn Sveinsdóttir, bókavörður, verður á staðnum. Athugið, ekki er um kennslu í handavinnu að ræða, heldur er frekar lögð áhersla á góðan félagsskap og að hópurinn hjálpist að innbyrðis. Allir eru velkomnir með prjóna, heklunálar og aðra handavinnu.

Engin þörf er á að skrá sig í hópinn, nóg er að mæta á staðinn. Nánari upplýsingar veitir Svala á netfanginu svala@akureyri.is

Handavinnuklúbburinn er á Facebook undir nafninu Hnotan - Handavinnuklúbbur Amtsbókasafnsins

Hópurinn hittist á eftirfarandi dögum:
15. janúar
29. janúar
5. febrúar
19. febrúar
4. mars
18. mars
1. apríl
15. apríl
29. apríl
13. maí
27. maí

Allir hjartanlega velkomnir!