14.ágú

Fræðsla um súrdeigsbakstur - FRESTAÐ

Fræðsla um súrdeigsbakstur - FRESTAÐ

*** Við erum að vinna í því að finna nýja dagsetningu ***

Föstudaginn 14. ágúst kl. 17:00 mun Mathias Julien fræða áhugasama um súrdeigsbakstur.

Fjallað verður um hinar ýmsu hliðar súrdeigsbaksturs, allt frá hugmynd til framkvæmda. Mathias hefur mikla ástríðu fyrir súrdeigsbakstri. Hann og eiginkona, Ella Vala Ármannsdóttir, opnuðu bakaríið Böggivsbrauð í Dalvíkurbyggð í fyrra. Þar er bakað súrdeigsbrauð í ofni sem hitaður er með íslensku birki sem kemur bæði úr næsta nágrenni og úr Vaglaskógi.

Við hvetjum alla áhugasama um súrdeig að mæta og kynna sér grunnatriðin í súrdeigsbakstri.

Óþarfi er að skrá sig og aðgangur er ókeypis. Smiðjan fer (aðallega) fram á íslensku og ensku.

Verið öll velkomin.