20.ágú

Fræðsla um matsveppi

Fræðsla um matsveppi

Sveppafræðsla á Amtsbókasafninu í umsjón Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur sveppafræðings, fimmtudaginn 20. ágúst kl. 17:00

Það rignir og svo spretta upp sveppir.

Venjulega fer lítið fyrir svepparíkinu þótt sveppirnir séu nánast alls staðar og alveg ótrúlega margir og fjölbreyttir. Á sumrin birtast svo stundum aldin sveppa og sýna að þar er líkami svepps ofan í jörðinni eða inni í einhverju sem sveppurinn er að brjóta niður. En hvernig þekkir maður matsveppi frá óætum eða jafnvel eitruðum sveppum og hvar vaxa þessir sveppir sem geta lyft hversdaglegum mat upp á hærra plan.


Fimmtudaginn 20. ágúst, kl. 17:00 mun Guðríður  Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur segja frá því hvernig maður safnar sér matsveppum og hvernig best sé að verka þá ýmist beint á pönnuna eða sem vetrarforða, til dæmis frysta eða þurrkaða.

Verið öll hjartanlega velkomin!