19.sep

Foreldrafræðslumorgunn á Amtsbókasafninu

Foreldrafræðslumorgunn á Amtsbókasafninu

Foreldramorgnar á Amtsbókasafninu á Akureyri

 

English below:
Hilal H. Şen, lektor við sálfræðideild Háskólans á Akureyri, Hafdís Kristný Haraldsdóttir og Stefanía Guðrún Eyjólfsdóttir nemar í sálfræði ætla að koma til okkar og segja okkur frá því hvernig sálfræðingar fara að því að gera rannsóknir á börnum og hvaða aðferðir eru notaðar. Þær ætla að sýna okkur myndbönd frá fyrri rannsóknum og segja okkur aðeins frá rannsókninni sem þær eru með í gangi núna. En sú rannsókn ber heitið How to babies make social judgement? og er rannsókn á börnum frá 5 og hálfs-10 og hálfs mánaða.

Hilal hefur sinnt allskonar rannsóknum á börnum. Hún og hennar teymi rannsaka nú aðalega hvernig börn og ungabörn læra að skilja heiminn í kringum sig og verða fljótlega virkir þátttakendur í samskiptum þeirra. Helstu rannsóknarefni þeirra beinast að siðferðisþroska og virku námi í mismunandi félagslegu og menningarlegu umhverfi.

Fræðslan fer fram bæði á íslensku og ensku.

Hægt er að skoða meira um rannsóknir þeirra á thecutelab.com

- - - - -

English:
Hilal H. Şen, assistant professor at the Department of Psychology at the University of Akureyri, Hafdís Kristný Haraldsdóttir and Stefanía Guðrún Eyjólfsdóttir, student´s in psychology, are going to come to us and tell us about how psychologists go about doing research on children and what methods are used. They are going to show us videos from previous studies and tell us a little bit about the study they have going on now. But that study is called How to babies make social judgment? and is a study on children from 5 and a half to 10 and a half months.

Hilal has done all kinds of research on children. She and her team now mainly research how children and infants learn to understand the world around them and soon become active participants in their interactions. Their main research topics focus on moral development and active learning in different social and cultural environments.

The education takes place in both Icelandic and English.

You can see more about their research at thecutelab.com

 

Öll hjartanlega velkomin! Heitt á könnunni!

Auglýsing fyrir foreldramorgna sem haldnir verða á Amtsbókasafninu alla þriðjudagsmorgna 10-12