okt

Bókamarkaður Amtsbókasafnsins

Bókamarkaður Amtsbókasafnsins

Bókaormar, hámhorfarar og allir aðrir unnendur eðal efnis geta nú aldeilis glaðst því bókamarkaður Amtsbókasafnsins stendur yfir allan októbermánuð. Á markaðnum í ár kennir ýmissa grasa og má þar m.a. finna barna- og unglingabækur, skáldsögur, fræðirit, tímarit, dvd myndir og sjónvarpsþáttaseríur. Að vanda verður markaðurinn mjög lifandi og „nýtt" efni bætist reglulega við. Sjáumst í gramsinu!