apr

Barnamenningarhátíð: Búðu til bók!

Barnamenningarhátíð: Búðu til bók!

Miðvikudaginn 10. apríl kl. 15:00 eru öll börn velkomin í bókagerð á Amtsbókasafninu.

Hvernig getum við tengt tungumál og náttúru saman við bókagerð? Hvað er bók? Úr hverju eru bækur? Hvað er inni í bókum? Getum við búið til bók sem er eins og blóm eða uppáhaldsdýrið okkar í laginu? Hvernig segjum við og skrifum t.d. blóm á hinum ýmsu tungumálum?

Efniviðurinn í bækurnar er eitt og annað sem iðulega lendir í ruslinu en hægt er að endurvinna og nýta í bókagerð eins og til dæmis eggjabakkar, gjafapappír, pappakassar og borðar/bönd.

Ókeypis er í bókagerðina sem haldin er í samstarfi við Ós Pressan (þf.) og nýtur stuðnings Akureyrarbæjar.

Umsjón með smiðju: Anna Valdís Kro frá Ós Pressunni.

Bókagerðin er partur af viðburðaröð í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri sem haldin verður í annað sinn nú í ár. Hátíðin mun standa 9.-14. apríl. Hægt verður að nálgast upplýsingar um viðburði á Facebook og á Instagram. Barnamenningarhátið er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn.

Myllumerki Barnamenningarhátíðar á Akureyri er #barnamenningak