des-jan

Bæjarbragur: Í upphafi fullveldis

Bæjarbragur: Í upphafi fullveldis

Laugardaginn 1. desember kl. 14:00 verður opnuð sýningin Bæjarbragur: Í upphafi fullveldis í húsakynnum Amtsbókasafns og Héraðsskjalasafns, Brekkugötu 17. Um er að ræða samsýningu þriggja safna: Amtsbókasafns, Hérðasskjalasafns og Minjasafns og er hún liður í dagskrá afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands og nýtur styrks frá fullveldissjóði.

 

Á sýningunni verða til sýnis ljósmyndir sem sýna bæjarbrag á Akureyri í upphafi fullveldis ásamt upplýsingum sem unnar eru upp úr skjölum og bókum frá sama tímabili. Hver var kjörsókn á Akureyri í kosningum um sambandslagafrumvarpið þann 19. október 1918? Hver var bæjarbragur í upphafi fullveldis? Söfnin þrjú munu leitast við að svara upptöldum spurningum og fleirum til á fyrirhugaðri samsýningu sem standa mun út janúar 2019. Sýningin sem minnist aldarafmælis fullveldis Íslands kallar á samstarf þriggja safna og veitir íbúum og gestum bæjarins tækifæri á að fræðast um söguna, samfélagið og fullveldishugtakið.

Dagskrá:

  • Kl. 14:00 – Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri Amtsbókasafnsins á Akureyri býður fólk velkomið.
  • Kl. 14:02 – Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar flytur ávarp og opnar sýninguna Bæjarbragur: Í upphafi fullveldis.
  • Boðið verður upp á kaffi, kleinur og konfekt fyrir svanga sýningargesti.

 Ljósmyndir á sýningunni eru fengnar úr ljósmyndasafni Minjasafnsins á Akureyri og frá Ljósmyndasafni Íslands / Þjóðminjasafni Íslands.

 

Upplýsingar á veggspjöldum eru unnar upp úr skjölum Héraðsskjalasafnsins á Akureyri og upp úr bókum úr safnkosti Amtsbókasafnsins á Akureyri.

Verið hjartanlega velkomin.

 

 

 

 

 

 

 

Dagskrá tengd afmælisári fullveldis, sjá hér