Umhverfismiðstöð

Umhverfismiðstöð sér um umhirðu bæjarlandsins, en þá er átt við götur og gangstéttir, garða og opin svæði. Meðal verkefna er hreinsun, snjómokstur og hálkuvarnir auk viðhalds og minni háttar nýframkvæmda og ýmissa tilfallandi verkefna vegna þjónustu við bæjarbúa, stofnanir og fyrirtæki bæjarins. Rekstur Strætisvagna Akureyrar heyrir einnig undir Umhverfismiðstöð með ferliþjónustunni og rekstur áhaldahúss með öllum tækjum sem bærinn á og notuð eru af Umhverfismiðstöðinni.
Forstöðumaður: Jónas Vigfússon jonasv[hjá] akureyri.is