Velferðarsvið

Velferðarsvið

Glerárgötu 26 (2. og 3. hæð), sími 460 1400, velferdarsvid (hjá) akureyri.is. Opið virka daga kl. 9-15.

Sviðsstjóri: Guðrún Sigurðardóttir

Velferðarsvið veitir þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndarlögum og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Tekið er á móti og unnið úr umsóknum um fjárhagsaðstoð, veitt félagsleg ráðgjöf og unnið að því að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði. Úrræðum er beitt til verndar einstökum börnum þegar þess er þörf og í þeim tilgangi að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar. Sérhæfð þjónusta við fatlaða felst í ráðgjöf til fatlaðra og fjölskyldna þeirra m.a. í formi stuðningsviðtala og samhæfingar á þjónustu og fræðslu. Tekið er á móti umsóknum um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og mat lagt á umönnunarþörf. Umsjón félagslegra íbúða Akureyrarbæjar falla undir velferðarsvið og þar er tekið á móti umsóknum um íbúðir og um sérstakan húsnæðisstuðning. Einnig sinnir sviðið þjónustu við íbúa nokkurra annarra sveitarfélaga samkvæmt samningum þar að lútandi.