Búsetusvið

Búsetusvið
Glerárgötu 26 (2. hæð), sími 460 1410, busetusvid (hjá) akureyri.is
Sviðsstjóri: Laufey Þórðardóttir
Búsetusvið er hluti af félagsþjónustu Akureyrarbæjar og veitir íbúum bæjarins ýmiss konar búsetuþjónustu. Ennfremur sinnir sviðið þjónustu við íbúa nokkurra annarra sveitarfélaga samkvæmt samningum þar að lútandi. Með búsetuþjónustu er átt við þjónustu sem miðar að því að styðja við sjálfstæða búsetu fólks og/eða skapa fólki aðstæður til að lifa sem eðlilegustu lífi á heimili sínu þrátt fyrir skerðingu á færni og breytingu á högum sem kunna að verða samfara hækkandi aldri, fötlun eða veikindum. Búsetusvið hefur þríþætta hugmyndafræði sem myndar þann ramma sem unnið er innan ásamt bestu þekkingu á hverjum tíma. Þetta eru hugmyndafræði um Valdeflingu (Empowerment), Þjónandi leiðsögn (Gentleteaching) og Skaðaminnkandi nálgun (Harm Reduction).