Upplýsingar og þjónusta

Upplýsinga- og þjónustudeild er ein þriggja deilda innan stjórnsýslusviðs Akureyrarbæjar. Á deildinni er veitt margvísleg þjónusta s.s. við bæjarstjóra, kjörna fulltrúa, bæjarráð, bæjarstjórn og nefndir, starfsmenn bæjarins og íbúa Akureyrarbæjar.

Undir deildina heyra skjalasafn, vefstjórn með heimasíðu Akureyrarbæjar, rafræn stjórnsýsla, þjónustuanddyri, skrifstofa Akureyrarbæjar í Hrísey, rekstur Ráðhússins og skrifstofubyggingarinnar í Glerárgötu 26, húsvarsla, rekstur mötuneytis fyrir starfsmenn Ráðhúss og Glerárgötu 26 og samskipti við hverfisnefndir og hverfisráð.

Forstöðumaður: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, kristin@akureyri.is.