Skipulagssvið

Leiðarljós skipulagssviðs er vinna að hagsmunum bæjarbúa með vandaðri og faglegri vinnu. Nota byggingareftirlit sem neytendavernd til að tryggja gæði bygginga. Skapa fjölbreytt og vandað búsetuumhverfi, leggja áherslu á sérkenni bæjarins með vandaðri hönnun og varðveislu hvers konar menningarminja. Byggja á viðmiðum umhverfisverndar, verndun vistkerfa og sjálfbærni. Stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja varðveislu náttúru- og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu eða óhóflegt álag á vistkerfi í sveitarfélaginu.

Sviðsstjóri: Pétur Ingi Haraldsson, peturingi@akureyri.is.