Byggingarmál

Meginverkefni skipulagssviðs eru skipulags- og byggingarmál. Af byggingarmálum má helst telja yfirferð teikninga og hönnunargagna, útgáfu byggingarleyfa og byggingareftirlit á grundvelli laga um mannvirki nr. 160/2010. Auk þess skráning lóða og fasteigna, samvinna við aðrar deildir bæjarins, fyrirtæki og stofnanir varðandi skipulagsmál o.fl., umsagnir um skipulagstengd atriði, kynningarfundir og upplýsingagjöf.

Verkefnastjóri byggingarmála: Leifur Þorsteinsson, leifur@akureyri.is.