Samfélagssvið

Undir sviðið heyra æskulýðs- og forvarnamál, tómstundir, íþróttamál, félagsmiðstöðvar, jafnréttismál og önnur mannréttindamál. Einnig Akureyrarstofa sem annast ferðamál, menningarmál og kynningarmál. Sviðið er frístundaráði og stjórn Akureyrarstofu til ráðgjafar varðandi stefnumótandi ákvarðanir í þeim málaflokkum sem undir það heyra og annast framkvæmd þeirra. Hlutverk sviðsins er að veita bæjarbúum, bæjarfulltrúum, forstöðumönnum og öðrum þeim sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um málaflokka sviðsins.

Sviðsstjóri er Kristinn J. Reimarsson, kristinnj@akureyri.is.