Íþróttadeild

Hefur umsjón með framkvæmd laga og samþykkta um þjónustu við íbúa Akureyrar á sviði íþrótta.
Til viðbótar ákvæðum laganna er markmið Akureyrarbæjar að styðja við metnaðarfullt íþróttastarf þ.e. við starfsemi Íþróttabandalags Akureyrar og aðildarfélaga sem megi verða til þess að efla börn, unglinga og fullorðna til heilsueflingar og til að styrkja einstaklinga með forvarnargildi í huga.

Akureyrarbær er heilsueflandi samfélag og hefur íþróttadeild umsjón með innleiðingu á því verkefni.

Deildarstjóri er Ellert Örn Erlingsson, ellert@akureyri.is.