Forvarna- og frístundadeild

Markmið forvarna- og frístundamála er að bjóða upp á heildstæða og faglega þjónustu þar sem forvarna- og uppeldisgildi frítímastarfs eru höfð að leiðarljósi. Stuðlað er að heilbrigðum lífsvenjum í samræmi við stefnumótun Akureyrarbæjar í forvarna- og lýðheilsumálum. Í því felst m.a. að skapa umhverfi og aðstæður í frístundastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni með áherslu á samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Boðið er upp á fjölbreytt viðfangsefni sem höfða til ólíkra hópa, á öllum aldri, með mismunandi áhugasvið og þeim tryggt faglegt og uppbyggilegt starfsumhverfi.

Deildarstjóri er Alfa Aradóttir, alfa@akureyri.is.