Akureyrarstofa

Akureyrarstofa annast menningar-, atvinnu-, ferða-, markaðs-, viðburða- og kynningarmál. Markmiðið er að stuðla að öflugu starfi í málaflokkunum og hafa um það samstarf við aðila sem starfa á því sviði. Amtsbókasafn, Héraðsskjalasafn og Listasafn heyra undir deildarstjóra Akureyrarstofu.

Akureyrarstofa annast samskipti við hagsmunaaðila innan málaflokkanna þ.m.t. Menningarfélag Akureyrar, AFE, Markaðstofu Norðurlands, Nýsköpunarmiðstöð og Eyþing.

Deildarstjóri er Þórgnýr Dýrfjörð, thorgnyr@akureyri.is.