Umhverfis- og mannvirkjaráð

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar fjallar um umhverfismál í bæjarlandinu og framkvæmdir í umboði bæjarstjórnar Akureyrar. Ráðið gerir tillögur til bæjarstjórnar um stefnumörkun á sviði umhverfismála og um reglur um meðferð mála er varða náttúruvernd, friðlýst svæði og náttúruminjar, og umhirðu lóða í bæjarlandinu. Umhverfis- og mannvirkjaráð gerir jafnframt tillögur til bæjarstjórnar um stefnu í málefnum sem tengjast verklegum framkvæmdum á vegum bæjarins. Ráðið hefur yfirumsjón með umhverfis- og mannvirkjasviði sem sér um undirbúning framkvæmda og framkvæmdir við götur, gangstéttir og stíga, jarðeignir og lönd, garða, gatnahreinsun, leiksvæði og opin svæði, dýraeftirlit, eignaumsýslu ásamt innkaupum og útboðum vegna framangreindra þátta. Ennfremur heyra málefni fasteigna Akureyrarbæjar, brunavarna og slökkviliðs undir umhverfis- og mannvirkjaráð ásamt almenningssamgöngum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð varð til í upphafi árs 2017 við sameiningu framkvæmdaráðs, stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og umhverfisnefndar.

Nánar.