Stjórn Akureyrarstofu

Stjórn Akureyrarstofu fer með stjórn menningar-, atvinnu-, ferða-, markaðs-, viðburða- og kynningarmála Akureyrarbæjar í umboði bæjarstjórnar. Stjórnin gerir tillögur til bæjarstjórnar um stefnumörkun á sviði menningar-, atvinnu-, ferða-, viðburða-, markaðs- og kynningarmála Akureyrarbæjar, mótar framtíðarsýn í þeim málum, vinnur að samhæfingu aðgerða á þessum sviðum og er tengiliður sveitarstjórnar og atvinnulífs. Stjórnin fylgist með því að stofnanir á hennar vegum vinni að settum markmiðum, veiti góða þjónustu og að starfsemi þeirra sé skilvirk og hagkvæm.

Nánar.