Skipulagsráð

Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar fjallar um skipulagsmál, gerir tillögur til bæjarstjórnar um stefnu í skipulagsmálum og tekur ákvarðanir á grundvelli skipulagslaga. Ráðið hefur eftirlit með stefnumörkun og samþykktum í málaflokkum sem undir það heyra, hefur frumkvæði að gerð skipulagstillagna og skipulagsskilmála og gerir tillögur til bæjarstjórnar um skipulagsáætlanir og breytingar á þeim. Ráðið gerir tillögur til bæjarráðs um gjaldtöku vegna gjaldskyldrar starfsemi sem heyrir undir verksvið þess.

Skipulagsráð hét skipulagsnefnd til 1. janúar 2017.

Nánar.