Frístundaráð

Frístundaráð Akureyrarbæjar fjallar um jafnréttismál og önnur mannréttindamál, fjölskyldumál, tómstundamál, íþróttamál og forvarnamál í umboði bæjarstjórnar Akureyrar. Frístundaráð gerir tillögur til bæjarstjórnar um stefnumörkun og samræmingu aðgerða til að hlúa að þroskatækifærum einstaklinga á sviðum þar sem bæjarfélagið hefur ekki lögboðnum skyldum að gegna og eru ekki falin öðrum nefndum sérstaklega auk þess að sinna lögboðnum skyldum bæjarfélagsins á sviði jafnréttismála og forvarna. Ráðið fylgist með framgangi stefnu bæjarstjórnar fyrir hönd hennar og að stofnanir á vegum þess vinni að settum markmiðum, veiti góða þjónustu og að starfsemi þeirra sé skilvirk og hagkvæm.

Frístundaráð varð til í upphafi árs 2017 við sameiningu íþróttaráðs og samfélags- og mannréttindanefndar.

Nánar.