Víði- og Furuhlíð og raðhús

.Víðihlíð er á 2. hæð vesturhluta Hlíðar, þar búa 16 íbúar með sameiginlega borð- og setustofu. Furuhlíð er staðsett á bæði 2. hæð með Víðihlíð og á 3. hæð vesturhluta hússins. Í Furuhlíð búa 14 íbúar og hafa þeir sameiginlega seturstofu á 3. hæð. Í raðhúsunum búa 10 íbúar í átta einstaklingsíbúðum og tveimur hjónaíbúðum. Að auki eru tvær sjúkraíbúðir í raðhúsunum sem nýtast einstaklingum sem leita sér læknisþjónustu á Akureyri. Forstöðumaður í Víði- og Furuhlíð og raðhúsum er Bryndís Björg Þórhallsdóttir, sími 460 9229, netfang: bryndisbjorg[hja]akureyri.is.