Öldrunarheimili

Öldrunarheimili Akureyrar eru rekin af Akureyrarbæ samkvæmt sérstökum samningi við heilbrigðis- og velferðarráðuneyti og starfa á grundvelli laga, reglugerða og kröfulýsinga um öldrunarþjónustu og rammasamnings við Sjúkratryggingar Íslands.

Hlutverk Öldrunarheimila Akureyrar er að veita heildstæða þjónustu fyrir íbúa heimilanna og notendur dagþjálfunar. Starfsemin er fjölþætt, allt frá félagsstarfi, dagþjálfun og almennri umönnun til sérhæfðrar hjúkrunar- og læknisþjónustu hjúkrunarheimilisins. Stuðningur og samstarf við íbúa og fjölskyldur þeirra er órjúfanlegur þáttur þjónustunnar. Á ÖA er einnig boðið upp á tímabundna dvöl og hvíldarinnlagnir, endurhæfingu og aðra stoðþjónustu.

Framkvæmdastjóri: Halldór Sigurður Guðmundsson, halldorg@akureyri.is.