Lögmannshlíð

Lögmannshlíð er glæsilegt hjúkrunarheimili að Vestursíðu 9 í Glerárhvefi. Það var tekið í notkun 1. október 2012 en þá fluttu 45 aldraðir íbúar úr afar óhentugu húsnæði í Kjarnalundi og Bakkahlíð í nýja hjúkrunarheimilið. Lögmannshlíð er fyrsta hjúkrunarheimilið á Íslandi sem hannað er í anda Eden-hugmyndafræðinnar þannig að aðstæður á heimilinu styðja og styrkja vinnu við hugmyndafræðina. Hjúkrunarheimilið er 3.375 fermetrar að stærð og samanstendur af 5 stórum einbýlishúsum, heimilum fyrir 9 íbúa hvert. Heimilin heita; Bandagerði, Kollugerði, Árgerði, Melgerði og Sandgerði.


Forstöðumaður í Lögmannshlíð er Þóra Sif Sigurðardóttir, sími: 460 9266, netfang: thorasif[hja]akureyri.is.