Fræðslusvið

Undir fræðslusvið heyra málefni leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, dagforeldra og skólaþjónustu. Fræðslusviðið er fræðsluráði til ráðgjafar varðandi stefnumótandi ákvarðanir og annast framkvæmd þeirra. Hlutverk sviðsins er að veita bæjarbúum, bæjarfulltrúum, forstöðumönnum og öðrum þeim sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um málaflokka sviðsins.

Sviðsstjóri: Karl Frímannsson, karl@akureyri.is.