Fjölskyldusvið

Hlutverk Fjölskyldusviðs er að veita þjónustu í formi almennrar og sérhæfðrar ráðgjafar auk félagslegra úrræða. Þjónustan felst í því að meta þörf fyrir stuðning og styðja fólk til sjálfshjálpar með hugmyndafræði valdeflingar að leiðarljósi. Áhersla er lögð á samþætta og heildstæða þjónustu og einnig á snemmtæka íhlutun í málefnum barnafjölskyldna.

Markmið með þjónustunni er að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem vegna fötlunar, veikinda eða annarra erfiðleika þurfa tímabundna eða langvarandi aðstoð í daglegu lífi. Notendur nái betri tökum á eigin lífi, öðlist aukin lífsgæði og fái viðeigandi aðstoð.

 

Sviðsstjóri: Karólína Gunnarsdóttir, karolina@akureyri.is.