Fjársýslusvið

Fjársýslusvið hefur yfirumsjón með bókhaldi og fjárreiðum Akureyrarbæjar, annast áætlanagerð, fjárhagsáætlun næsta árs, þriggja ára áætlun, langtímaáætlanir og hefur eftirlit með útgjöldum. Sviðið veitir bæjarfulltrúum, stjórnendum og starfsmönnum Akureyrarbæjar fjárhagslegar upplýsingar, annast stjórnunarlegar úttektir og aðstoðar stjórnendur við rekstrarúttektir, og tryggir að bókhald Akureyrarbæjar og stofnana sé fært tímanlega og samkvæmt lögum og reglum þar um.

Sviðsstjóri: Dan Jens Brynjarsson, dan@akureyri.is.