Fjárreiður

Meginverkefni fjárreiðudeildar eru að greiða innsenda reikninga frá lánardrottnum bæjarins, og stofna og senda út reikninga fyrir allar deildir bæjarins. Auk þess að sjá um innheimtur reikninga, halda utan um fjárstreymi inn og út af bankareikningum bæjarins ásamt því að vera í samskiptum við lánardrottna og viðskiptavini bæjarins. Fjársýlusvið annast innkaup, útboð og samningagerð á ýmsum rekstrarvörum ásamt samantekt, úrvinnslu og miðlun ýmissa hagtalna og tölfræði um rekstur bæjarins. Fjársýslusvið kappkostar að veita viðskiptavinum og samstarfsfólki góða þjónustu, standast tímafresti og sjá til þess að bókhaldið veiti greinargóðar upplýsingar til stjórnenda.

Deildarstjóri: Eggert Þór Óskarsson eggert@akureyri.is.