Skammtímaþjónusta fyrir fatlað fólk

Skammtímaþjónusta fyrir fatlað fólk er annars vegar skammtímavistun skv. lögum um málefni fatlaðs fólks og hins vegar lengd viðvera eða skólavistun fyrir fötluð börn.

Skammtímavistun er tímabundin dvöl ætluð börnum og ungu fólki með miklar stuðningsþarfir sem býr hjá nánum ættingjum. Dvölin er allt einum sólarhring til tveggja vikna á mánuði og er ætlað að létta álagi af fjölskyldum, veita einstaklingum tilbreytingu og stuðla að því að þeir geti búið sem lengst í heimahúsum.

Skólavistun fyrir fötluð börn er ætluð til að brúa bilið frá skólalokum þar til foreldrar koma heim úr vinnu fyrir þau börn sem sökum fötlunar geta ekki verið ein heima.
Í skammtímaþjónustu er leitast við að skapa aðstæður sem gefa þjónustuþegum kost á að kynnast öðrum gestum og umgangast þá í gegnum leik og starf. Lögð áhersla á að allir taki þátt í starfinu og að hver og einn fái notið sín á eigin forsendum.

Forstöðumaður skammtímaþjónustu: Anna Einarsdóttir, annaeina@akureyri.is.