Heimaþjónusta

Félagsleg heimaþjónusta er veitt þeim sem þurfa aðstoð við heimilishald, umönnun barna, persónulega umhirðu, athafnir daglegs lífs vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar, fötlunar eða af öðrum ástæðum sem matsteymi búsetusviðs metur gildar. Markmiðið með þjónustunni er að efla notendur til sjálfsbjargar og sjálfræðis, gera þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður og njóta menningar- og félagslífs eftir föngum.

Sérhæfð ráðgjöf er veitt innan heimaþjónustunnar, til að mynda með þjálfun og stuðning í daglegum athöfnum. Ráðgjöfin felst m.a. í að auka virkni, skipuleggja heimilishald og öflun og notkun hjálpartækja.

Heimaþjónusta er veitt allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Ábyrgðaraðilar:
Forstöðumaður heimaþjónustu A: Bergdís Ösp Bjarkadóttir, bergdis@akureyri.is.
Forstöðumaður heimaþjónustu B: Elfa Björk Gylfadóttir, ebg@akureyri.is.
Forstöðumaður heimaþjónustu Stoð: Hlynur Már Erlingsson, hlynurmar@akureyri.is.